Innlent

Hálftóm tíu þúsund manna höll?

Höllin þar sem undanúrslitakeppni Eurovision fer fram í kvöld, tekur tæplega tíu þúsund manns í sæti, en hún er 45 ára gömul og er greinilega langt um liðið síðan gert hefur verið eitthvað fyrir hana. Keppnishaldarar segja að uppselt sé á undanúrslitakvöld Eurovision, en það sögðu þeir einnig fyrir generalprufuna í gærkvöldi, en þá var höllin tóm. Það var afar slæmt fyrir Svíana sem sjá um útsendinguna, því upptaka af rennslinu í gærkvöld verður látin rúlla með undanúrslitum í kvöld og gripið til hennar í öllum evrópulöndunum ef bein útsending rofnar. Ástæðan fyrir lélegri mætingu ku vera rugl á miðasölukerfinu og eru menn hér talsvert uggandi um mætinguna í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×