Samfylkingin vanbúin síðast 20. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira