Hagnaður aukist um 50 prósent 20. maí 2005 00:01 Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna. Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira