Karlar fá margfalt fleiri punkta 20. maí 2005 00:01 Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira