Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:09 Ingibjörg Davíðsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu Miðflokksins um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni. Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni.
Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira