Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2025 18:33 Aníta Rut Harðardóttir er ákærð fyrir brot í opinberu starfi. Vísir/Anton Brink Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Lögreglukona á höfuðborgarsvæðinu er ákærð fyrir að hafa flett upp málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamanni hennar. Hún er grunuð um að hafa skoðað upplýsingar um fólk og mál þeim tengd, án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hennar og þannig misnotað sér stöðu sína. Hún opnaði sex mál og skoðaði 23 bókanir tengdar þeim. Neita bæði sök Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður konunnar, segir það ekki algengt að lögreglufólk sé ákært. „Og það hefði ekki átt að gera það í þessu tilviki. En hér erum við og umbjóðandi minn neitar sök,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður konunnar. Vísir/Anton Brink Áður verið í kastljósinu Lögreglukonan, Aníta Rut Harðardóttir, hefur áður vakið mikla athygli í fjölmiðlum, þegar myndir birtust af henni með umdeilda fána á einkennisbúningi sínum. Þá var hún áminnt fyrir niðrandi ummæli um þolendur kynferðisbrota. Mál annars lögreglufulltrúa sama embættis var einnig þingfest í dag. Sá er ákærður fyrir að hafa látið koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns sem var til rannsóknar, án dómsúrskurðar. Hann hafi hljóðritað það sem fram fór í bifreiðinni og brotið þannig gegn friðhelgi einkalífs eigandans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fulltrúinn reyndur í svokölluðum skyggingum, rannsóknarúrræði sem felst í stöðugu eftirliti með ferðum þess sem grunaður er um brot. Arnar Kormákur Friðriksson, lögmaður mannsins, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu en samkvæmt heimildum fréttastofu neitar lögreglufulltrúinn sök. Arnar Kormákur Friðriksson er lögmaður annars lögreglumannanna. Vísir/Anton Brink Áminning algengari lausn Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ákærurnar koma sér á óvart. „Oft eru lögreglumenn kannski bara áminntir í starfi. Það er það ferli sem við teljum að dugi stundum til. En þetta kemur á óvart og mér þykir þetta leiðinlegt,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Lýður Valberg Ekki í fyrsta sinn Á síðustu árum hafa nokkrir lögreglumenn verið ákærðir fyrir uppflettingar í LÖKE. „Þarna er held ég ákært vegna þess að þetta tengist einhverjum ættingja. Þetta er alls ekki fyrsta svona málið. Það hafa lögreglumenn gengist undir lögreglustjórasátt vegna þess að þeir hafa flett einhverjum upp í lögreglukerfinu sem þeir mega ekki. Þessi einstaklingur kýs að gera það ekki vegna þess að hún telur að hún hafi ekki brotið af sér,“ segir Fjölnir. Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögreglukona á höfuðborgarsvæðinu er ákærð fyrir að hafa flett upp málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamanni hennar. Hún er grunuð um að hafa skoðað upplýsingar um fólk og mál þeim tengd, án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hennar og þannig misnotað sér stöðu sína. Hún opnaði sex mál og skoðaði 23 bókanir tengdar þeim. Neita bæði sök Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður konunnar, segir það ekki algengt að lögreglufólk sé ákært. „Og það hefði ekki átt að gera það í þessu tilviki. En hér erum við og umbjóðandi minn neitar sök,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður konunnar. Vísir/Anton Brink Áður verið í kastljósinu Lögreglukonan, Aníta Rut Harðardóttir, hefur áður vakið mikla athygli í fjölmiðlum, þegar myndir birtust af henni með umdeilda fána á einkennisbúningi sínum. Þá var hún áminnt fyrir niðrandi ummæli um þolendur kynferðisbrota. Mál annars lögreglufulltrúa sama embættis var einnig þingfest í dag. Sá er ákærður fyrir að hafa látið koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns sem var til rannsóknar, án dómsúrskurðar. Hann hafi hljóðritað það sem fram fór í bifreiðinni og brotið þannig gegn friðhelgi einkalífs eigandans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fulltrúinn reyndur í svokölluðum skyggingum, rannsóknarúrræði sem felst í stöðugu eftirliti með ferðum þess sem grunaður er um brot. Arnar Kormákur Friðriksson, lögmaður mannsins, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu en samkvæmt heimildum fréttastofu neitar lögreglufulltrúinn sök. Arnar Kormákur Friðriksson er lögmaður annars lögreglumannanna. Vísir/Anton Brink Áminning algengari lausn Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ákærurnar koma sér á óvart. „Oft eru lögreglumenn kannski bara áminntir í starfi. Það er það ferli sem við teljum að dugi stundum til. En þetta kemur á óvart og mér þykir þetta leiðinlegt,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Lýður Valberg Ekki í fyrsta sinn Á síðustu árum hafa nokkrir lögreglumenn verið ákærðir fyrir uppflettingar í LÖKE. „Þarna er held ég ákært vegna þess að þetta tengist einhverjum ættingja. Þetta er alls ekki fyrsta svona málið. Það hafa lögreglumenn gengist undir lögreglustjórasátt vegna þess að þeir hafa flett einhverjum upp í lögreglukerfinu sem þeir mega ekki. Þessi einstaklingur kýs að gera það ekki vegna þess að hún telur að hún hafi ekki brotið af sér,“ segir Fjölnir.
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira