Dómstólar eiga síðasta orðið 20. maí 2005 00:01 "Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
"Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira