Innlent

Atkvæði hafa verið talin

Atkvæði í formannskjörinu á landsfundi Samfylkingarinnar hafa verið talin. Úrslitin verða tilkynnt á hádegi og er Stöð 2 með sérstakan aukafréttatíma vegna þessa klukkan tólf þar sem sýnt verður beint frá fundinum. Gríðarleg spenna er vegna kosninganna en alls greiddu tæplega tólf þúsund manns atkvæði. Eftir hádegi verður svo kosið í embætti varaformanns. Þar verða í framboði þeir Lúðvík Bergvinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Þá ætlar Björgvin G. Sigurðsson að bjóða sig fram, tapi Össur Skarphéðinsson í formannskjörinu. Össur sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í gær í að nýr formaður yrði að leiða alla Samfylkinguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×