Innlent

Úrslitin komu ekki á óvart

Ólafur Þ. Harðarsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir úrslitin í formannskjöri Samfylkingarinnar ekki koma á óvart, þótt afgerandi séu. Hann hefði búist við að Ingibjörg Sólrún fengi á bilinu sextíu til áttatíu prósent atkvæða. Tími Össurar þyrfti þó alls ekki að vera liðinn á vettvangi stjórnmálanna þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu. Þorsteinn Pálsson hefði t.a.m. tapað fyrir Davíð Oddssyni sem sitjandi formaður Sjálfstæðisflokksins, í formannskjöri flokksins árið 1991, en svo starfað sem ráðherra fyrir flokkinn í næstum áratug á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×