Föt 50% dýrari en í nágrannaríkjum 13. október 2005 19:15 Fatnaður og skór eru tæplega fimmtíu prósent dýrari hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þetta kemur fram í tölum sem hagstofa Evrópusambandsins birti nýverið. Í nágrannalöndum okkar, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, voru þessar vörur um 20 prósentum dýrari en að jafnaði á EES-svæðinu og í Noregi voru þær 34 prósentum dýrari. Upplýsingarnar byggjast á verðkönnun sem gerð var árið 2003 á 285 vörum í 31 Evrópulandi. Af Evrópusambandsríkjunum 25 var verðlagið hæst í Svíþjóð eða 14 prósentum yfir meðaltali en þar á eftir komu Ítalía, Finnland og Danmörk. Annars er verð á fatnaði og skóm nokkuð svipað í Evrópusambandinu. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar niðurstöður koma á óvart þar sem markaðurinn hafi orðið samkeppnishæfari á síðustu árum. Hann segir verðkannanir ónákvæm vísindi og margar breytur þurfi að skoða. Hann segir vöruverð hafa batnað til muna á undanförnum árum og það hafi Íslendingar fundið enda hafi verslunarferðum þeirra til útlanda fækkað mjög. Um er að ræða hluta af verkefni þar sem verð á ýmsum vörum er borið saman í Evrópusambandsríkjunum 25, þremur ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB og þremur EFTA-ríkjum: Íslandi, Noregi og Sviss. Samkvæmt könnuninni kostaði fatnaður og skór 2,7 sinnum meira á Íslandi en í Rúmeníu, einu af umsóknarlöndunum, þar sem þessar vörur voru ódýrastar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Fatnaður og skór eru tæplega fimmtíu prósent dýrari hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þetta kemur fram í tölum sem hagstofa Evrópusambandsins birti nýverið. Í nágrannalöndum okkar, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, voru þessar vörur um 20 prósentum dýrari en að jafnaði á EES-svæðinu og í Noregi voru þær 34 prósentum dýrari. Upplýsingarnar byggjast á verðkönnun sem gerð var árið 2003 á 285 vörum í 31 Evrópulandi. Af Evrópusambandsríkjunum 25 var verðlagið hæst í Svíþjóð eða 14 prósentum yfir meðaltali en þar á eftir komu Ítalía, Finnland og Danmörk. Annars er verð á fatnaði og skóm nokkuð svipað í Evrópusambandinu. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar niðurstöður koma á óvart þar sem markaðurinn hafi orðið samkeppnishæfari á síðustu árum. Hann segir verðkannanir ónákvæm vísindi og margar breytur þurfi að skoða. Hann segir vöruverð hafa batnað til muna á undanförnum árum og það hafi Íslendingar fundið enda hafi verslunarferðum þeirra til útlanda fækkað mjög. Um er að ræða hluta af verkefni þar sem verð á ýmsum vörum er borið saman í Evrópusambandsríkjunum 25, þremur ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB og þremur EFTA-ríkjum: Íslandi, Noregi og Sviss. Samkvæmt könnuninni kostaði fatnaður og skór 2,7 sinnum meira á Íslandi en í Rúmeníu, einu af umsóknarlöndunum, þar sem þessar vörur voru ódýrastar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent