Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi 24. maí 2005 00:01 Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira