Innlent

Meint kosningasvindl rannsakað

"Fyrsti fundur framkvæmdastjórnar fer fram á mánudaginn kemur og þá verður þetta mál skoðað og ákvörðun tekin," segir Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ásakanir hafa komið fram um meint kosningasvindl í kosningu um varaformannssæti flokksins en þar hafði Ágúst Ólafur Ágústsson sigur yfir Lúðvík Bergvinssyni. Gunnar segir að kosningastjórn hafi ekki tilkynnt um neitt óeðlilegt og ekkert heldur borist skrifstofu flokksins sem styðji ásakanir þær er fram hafa komið í fjölmiðlum. Engu að síður verður málið skoðað ofan í kjölinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×