Snorri Steinn í fótspor Ólafs 25. maí 2005 00:01 Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik. Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira