Reyna að hindra löndun 28. maí 2005 00:01 Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira