Phoenix 0 - San Antonio 3 29. maí 2005 00:01 Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig. NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig.
NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira