Nágranni heyrði skerandi óp 30. maí 2005 00:01 Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira