Heyrði kvalafullt öskur 30. maí 2005 00:01 mNágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sæunni eiginkonu sinni, sagðist hafa verið að hjálpa henni að deyja þar sem hún hafi verið kvalin af þunglyndi og samviskubiti yfir meintu framhjáhaldi. Hann sagðist ekki kannast við öskur og læti sem nágranninn taldi sig hafa heyrt. Börn þeirra hafi þannig sofið vært meðan manndrápið hafi átt sér stað. Sálfræðingur sem tók viðtöl við Magnús segir ekkert hafa komið fram sem dragi sakhæfi Magnúsar í efa. Jafnframt sagði sálfræðingurinn fyrir dómi í gær að svo virtist sem Magnús hefði misst stjórn á gjörðum sínum og í kjölfarið banað konu sinni. Í rannsókn sálfræðingsins á Magnúsi hafi líka komið fram tilhneiging hjá honum til þess að geta í eyðurnar í vitnisburði sínum þegar hann hafi ekki verið viss um hvernig málin hafi verið. Hann hafi munað atburði næturinnar nokkuð skýrt, en skapað síðan sjálfur inn í eyðurnar þegar atburðarásin hafi vafist fyrir honum. Það kom einnig fram í máli sálfræðingsins að Magnús hafi verið afskaplega háður konu sinni. Hann hafi þannig átt erfitt með að þola það þegar hann komst að því að kona hans hafi verið honum ótrú. Lögreglumenn sem handtóku Magnús á morðstað segja hann hafa greint þeim frá því að einungis hafi verið um aðstoð við dráp að ræða, þar sem kona hans hafi viljað deyja. Magnús sagðist hafa átt erfitt í kjölfarið og fundið fyrir miklum andlegum sársauka við það að finna fyrir fjölskyldu sinni tvístrast í sundur. Sérstaklega hafi honum fundist erfitt að hugsa til þess að samband hans við börn sín myndi glatast. Frá upphafi hefur verið vitað að Magnús drap konu sína sjálfur, en hann játaði verknaðinn skömmu eftir að hafa framið hann. Magnús heldur enn tengslum við börn sín en þau koma í heimsókn til hans einu sinni í mánuði á Litla-Hraun, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar . Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
mNágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sæunni eiginkonu sinni, sagðist hafa verið að hjálpa henni að deyja þar sem hún hafi verið kvalin af þunglyndi og samviskubiti yfir meintu framhjáhaldi. Hann sagðist ekki kannast við öskur og læti sem nágranninn taldi sig hafa heyrt. Börn þeirra hafi þannig sofið vært meðan manndrápið hafi átt sér stað. Sálfræðingur sem tók viðtöl við Magnús segir ekkert hafa komið fram sem dragi sakhæfi Magnúsar í efa. Jafnframt sagði sálfræðingurinn fyrir dómi í gær að svo virtist sem Magnús hefði misst stjórn á gjörðum sínum og í kjölfarið banað konu sinni. Í rannsókn sálfræðingsins á Magnúsi hafi líka komið fram tilhneiging hjá honum til þess að geta í eyðurnar í vitnisburði sínum þegar hann hafi ekki verið viss um hvernig málin hafi verið. Hann hafi munað atburði næturinnar nokkuð skýrt, en skapað síðan sjálfur inn í eyðurnar þegar atburðarásin hafi vafist fyrir honum. Það kom einnig fram í máli sálfræðingsins að Magnús hafi verið afskaplega háður konu sinni. Hann hafi þannig átt erfitt með að þola það þegar hann komst að því að kona hans hafi verið honum ótrú. Lögreglumenn sem handtóku Magnús á morðstað segja hann hafa greint þeim frá því að einungis hafi verið um aðstoð við dráp að ræða, þar sem kona hans hafi viljað deyja. Magnús sagðist hafa átt erfitt í kjölfarið og fundið fyrir miklum andlegum sársauka við það að finna fyrir fjölskyldu sinni tvístrast í sundur. Sérstaklega hafi honum fundist erfitt að hugsa til þess að samband hans við börn sín myndi glatast. Frá upphafi hefur verið vitað að Magnús drap konu sína sjálfur, en hann játaði verknaðinn skömmu eftir að hafa framið hann. Magnús heldur enn tengslum við börn sín en þau koma í heimsókn til hans einu sinni í mánuði á Litla-Hraun, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar .
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira