Erlent

Hollendingar fylgi ekki Frökkum

Fylgjendur stjórnarskrár Evrópusambandsins í Hollandi hvetja nú landa sína til að fylgja ekki Frökkum eftir og samþykkja nýja stjórnarskrá á morgun þegar þjóðin kýs um hana. Skoðanakannanir benda þó allar til að um sextíu prósent landsmanna muni hafna henni. Stjórnarskráin þarf samþykki allra tuttugu og fimm Evrópusambandsríkjanna og er þá gert ráð fyrir að hún taki gildi í nóvember árið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×