Innlent

Réttarhöldin handan við hornið?

Jalal Talabani, forseti Íraks, telur að réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, geti líklega hafist innan tveggja mánaða. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þetta kom fram í viðtali við Talabani á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN í dag. Töluverð óviss hefur ríkt um það hvenær réttarhöldin yfir leiðtoganum fyrrverandi geti hafist. Stjórnmálamenn í Írak hafa greint frá því nokkrum sinnum að þau geti hafist innan nokkurra mánaða en írakskir saksóknarar og bandarískir ráðgjafar þeirra segja líklegra að þau verði haldin á næsta ári, þegar búið verði að rétta yfir nánustu samstarfsmönnum harðstjórans fyrrverandi. Vonir eru bundnar við að réttarhöld yfir Saddam og félögum hans verði til þess að koma aftur á stöðugleika í Írak eftir ofbeldi og átök undanfarin tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×