Reyndi að flýja úr umsjón lögreglu 2. júní 2005 00:01 Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira