Lykilstjórnendur fá lán 3. júní 2005 00:01 Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira