Erlent

Tillaga um vítur á Barroso felld

Evrópuþingið felldi í dag tillögu um vítur á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, fyrir að fara í siglingu á snekkju grísks auðjöfurs. Barroso eyddi ásamt fjölskyldu sinni sex dögum um borð í snekkju gríska skipakóngsins Spiros Latsis í ágúst á síðasta ári. Pólitískir andstæðingar Evrópusambandsins, með breska þingmanninn Nigel Farage í broddi fylkingar, vildu víta Barroso fyrir að þiggja boð Grikkjans. Farage sagði að eftir þetta væri Barroso vanhæfur til þess að fjalla um hringamyndun í siglingum innan Evrópusambandsins. Tillaga hans um vítur var hins vegar felld með yfirgnæfandi meirihluta. 589 greiddu atkvæði gegn henni en aðeins þrjátíu og fimm með, auk þess sem þrjátíu og fimm sátu hjá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×