Sport

Sigfús jafnaði í blálokin

Ísland og Svíþjóð gerðu jafntefli, 31-31, í síðari vináttulandsleik sínum sem fram fór á Akureyri í gær. Ísland leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Svíar voru mikið mun betri í síðari hálfleik og Ísland jafnaði leikinn á lokasekúndunni en þar var á ferðinni Sigfús Sigurðsson. Uppskeran úr þessum tveim leikjum gegn Svíum er því sigur og jafntefli sem er mikil framför frá síðustu árum. Róbert Gunnarsson fór hamförum í íslenska liðinu og skoraði átta mörk í níu skotum. Einar Hólmgeirsson kom næstur með fjögur mörk. Arnór Atlason, Ólafur Stefánsson og Jaliesky Garcia Padron skoruðu allir þrjú mörk. Logi Geirsson, Sigfús Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu allir tvö mörk. Vignir Svavarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Þórir Ólafsson, Alexander Peterson skoruðu eitt mark en aðeins fyrirliðinn Dagur Sigurðsson komst ekki á blað. Birkir Ívar Guðmundsson stóð sig vel í markinu og varði 21 skot og Björgvin Páll Gústavsson reyndi við tvö vítaköst en hafði ekki erindi sem erfiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×