Erlent

Fá að nýju fjárhagsaðstoð

Serbía og Svartfjallaland fá nú að nýju fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að tólf eftirlýstir stríðsglæpamenn frá Serbíu hafa verið framseldir til alþjóðadómstólsins í Haag á þessu ári. Nú er vonast til þess að Ratko Mladic, sem leiddi serbneska herinn í borgarastríðinu á árunum 1992-1995, verði loksins handtekinn og framseldur. Mladic og Radovan Karadzic eru mest eftirlýstu stríðsglæpamennirnir frá þessum árum og hafa Serbar verið gagnrýndir fyrir að halda yfir þeim hlífiskildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×