Fellur á formsatriðum 9. júní 2005 00:01 Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira