Segir forsendur leyfis brostnar 10. júní 2005 00:01 Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar verður Alcoa að kosta nýtt umhverfismat fyrir álverið í Reyðarfirði. Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi iðnaðarráðherra, höfðaði mál þar sem deilt var um lögmæti umhverfismats og veitingu starfsleyfis til álversins, en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti nýtt umhverfismat eftir að Norsk Hydro hætti við framkvæmdirnar og Alcoa tók við verkefninu. Umhverfisráðherra staðfesti síðan niðurstöðuna sem Hæstiréttur hefur nú ógilt. Hjörleifur segir dóm Hæstaréttar þýða að draga verði til baka allar leyfisveitingar sem byggi á hinu ólögmæta umhverfismati. Starfsleyfin byggist á því að gilt mat á umhverfisáhrifum sé til staðar en ekkert slíkt sé nú fyrir hendi. Engin réttarstaða sé fyrir því að halda framkvæmdunum áfram fyrr en búið sé að skera úr um réttaróvissuna. Að hans mati sé verið að vinna í lagalegu tómarúmi ef framkvæmdum verði haldið áfram í Reyðarfirði og hann trúi ekki að Alcoa hyggist haga sér þannig. Hjörleifur bendir á að samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar sé Alcoa nú í sömu sporum og það var haustið 2002 þegar fyrirtækið óskaði fyrst eftir mati á umhverfisáhrifum vegna álversins. Hann segir enn fremur dóm Hæstaréttar stórfelldan ávinning fyrir umhverfisvernd í landinu. Menn geti mikið af honum lært og sóknarfæri sé fyrir þá sem horfi til eðlilegra vinnubragða varðandi umhverfið og hagsmuni framtíðarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar verður Alcoa að kosta nýtt umhverfismat fyrir álverið í Reyðarfirði. Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi iðnaðarráðherra, höfðaði mál þar sem deilt var um lögmæti umhverfismats og veitingu starfsleyfis til álversins, en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti nýtt umhverfismat eftir að Norsk Hydro hætti við framkvæmdirnar og Alcoa tók við verkefninu. Umhverfisráðherra staðfesti síðan niðurstöðuna sem Hæstiréttur hefur nú ógilt. Hjörleifur segir dóm Hæstaréttar þýða að draga verði til baka allar leyfisveitingar sem byggi á hinu ólögmæta umhverfismati. Starfsleyfin byggist á því að gilt mat á umhverfisáhrifum sé til staðar en ekkert slíkt sé nú fyrir hendi. Engin réttarstaða sé fyrir því að halda framkvæmdunum áfram fyrr en búið sé að skera úr um réttaróvissuna. Að hans mati sé verið að vinna í lagalegu tómarúmi ef framkvæmdum verði haldið áfram í Reyðarfirði og hann trúi ekki að Alcoa hyggist haga sér þannig. Hjörleifur bendir á að samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar sé Alcoa nú í sömu sporum og það var haustið 2002 þegar fyrirtækið óskaði fyrst eftir mati á umhverfisáhrifum vegna álversins. Hann segir enn fremur dóm Hæstaréttar stórfelldan ávinning fyrir umhverfisvernd í landinu. Menn geti mikið af honum lært og sóknarfæri sé fyrir þá sem horfi til eðlilegra vinnubragða varðandi umhverfið og hagsmuni framtíðarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira