Lögmaður kennir endurskoðanda um 12. júní 2005 00:01 "Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
"Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira