Slagsmál eftir dansleik á Súðavík 19. júní 2005 00:01 Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira