100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands 26. júní 2005 00:01 Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira