Sniðgangi tilmæli eftirlitsins 27. júní 2005 00:01 Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að krefja hvern einasta stofnfjáreiganda um upplýsingar um eign sína. Þá mælist sjóðsstjórnin óbeint til þess að þeir sniðgangi tilmæli Fjármálaeftirlitsins en feli sjóðsstjórninni að eiga samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir. Hverjum og einum stofnfjáreigenda sé þó í sjálfsvald sett að eiga samskikpti við Fjármálaeftirlitið, ef þeir kjósi að gera það, segir ennfremur í bréfi stjórnarinnar. Fjármálaeftirlitið sendi öllum stofnfjáreigendum í sjóðnum bréf í síðustu viku þar sem það óskar eftir upplýsingum um hvern einasta stofnfjáreiganda um það hvort hann hafi selt stofnfé sitt í Sparisjóðnum, borist tilboð í það eða hvort hann hafi gerst aðili að samkomulagi um beitingu atkvæðaréttar á síðasta aðalfundi sjóðsins. Sem kunnugt er komst nýr meirihluti til valda á fundinum. Stofnfjáreigendum er þar gefinn tiltekinn frestur og minnt á heimildir Fjármálaeftirlitisns til að beita dagsektum, gera leit eða leggja hald á gögn, ef viðkomandi verða ekki við tilmælum þess. Í bréfi sem stjórn sjóðsins sendi öllum stofnfjáreigendum í gær segir að með þessu hafi Fjármálaeftirlitið farið á svig við stjórn sjóðsins sem sé hinn lögformlegi rétti aðili sem eftirlitið eigi að hafa samskipti við. Því til stuðnings er bent á að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáreigendum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Svo virðist því sem stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar sé þarna með óbeinum hætti að hvetja stofnfjáreigendur til að hunsa tilmæli Fjármálaeftirlitsins um upplýsingar frá þeim. Þeir stofnfjárfestar sem fréttastofan náði samabandi við í morgun sögðust vera að kanna stöðu sína í málinu og hefðu þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir færu að tilmælum Fjármálaeftirlitsins eða stjórnar sjóðsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að krefja hvern einasta stofnfjáreiganda um upplýsingar um eign sína. Þá mælist sjóðsstjórnin óbeint til þess að þeir sniðgangi tilmæli Fjármálaeftirlitsins en feli sjóðsstjórninni að eiga samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir. Hverjum og einum stofnfjáreigenda sé þó í sjálfsvald sett að eiga samskikpti við Fjármálaeftirlitið, ef þeir kjósi að gera það, segir ennfremur í bréfi stjórnarinnar. Fjármálaeftirlitið sendi öllum stofnfjáreigendum í sjóðnum bréf í síðustu viku þar sem það óskar eftir upplýsingum um hvern einasta stofnfjáreiganda um það hvort hann hafi selt stofnfé sitt í Sparisjóðnum, borist tilboð í það eða hvort hann hafi gerst aðili að samkomulagi um beitingu atkvæðaréttar á síðasta aðalfundi sjóðsins. Sem kunnugt er komst nýr meirihluti til valda á fundinum. Stofnfjáreigendum er þar gefinn tiltekinn frestur og minnt á heimildir Fjármálaeftirlitisns til að beita dagsektum, gera leit eða leggja hald á gögn, ef viðkomandi verða ekki við tilmælum þess. Í bréfi sem stjórn sjóðsins sendi öllum stofnfjáreigendum í gær segir að með þessu hafi Fjármálaeftirlitið farið á svig við stjórn sjóðsins sem sé hinn lögformlegi rétti aðili sem eftirlitið eigi að hafa samskipti við. Því til stuðnings er bent á að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáreigendum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Svo virðist því sem stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar sé þarna með óbeinum hætti að hvetja stofnfjáreigendur til að hunsa tilmæli Fjármálaeftirlitsins um upplýsingar frá þeim. Þeir stofnfjárfestar sem fréttastofan náði samabandi við í morgun sögðust vera að kanna stöðu sína í málinu og hefðu þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir færu að tilmælum Fjármálaeftirlitsins eða stjórnar sjóðsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira