Glannaskapur í rekstri FL Group 1. júlí 2005 00:01 Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið. Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira