Sex ákærðir í Baugsmálinu 1. júlí 2005 00:01 Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira