Gill unir skyrslettudómi 1. júlí 2005 00:01 Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira