Vissu ekki um fréttatilkynningu 1. júlí 2005 00:01 Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira