Hvert fer Steven Gerrard? 4. júlí 2005 00:01 Mál Steven Gerrard, fyrirliða Evrópumeistara Liverpool tröllríður breskum fjölmiðlum þessa klukkutímana. Umboðsmaður hans hefur staðfest að ekki verði gengið aftur að samningaborðinu hjá Liverpool. Það lítur út fyrir að Gerrard sé á förum frá félaginu sem hann hefur alist upp hjá en hvert liggur leið hans? Skv. erlendum fjölmiðlum bendir flest til þess að hann sé á förum til Real Madrid jafnvel þó stórveldi eins og Chelsea og Man Utd vilji ólm fá hann í sínar raðir. Megin hindrunin í samningaviðræðum Gerrard og Liverpool er sögð vera krafa hans um launahækkun upp á 10.000 pund á viku sem myndi lyfta 7 daga launatékka hans upp í 90.000 pund. Liverpool er ekki tilbúið að fara svo hátt á meðan Chelsea og Real Madrid líta ekki á þá upphæð sem neina hindrun. Það er þó talið ólíklegt að Gerrard sé tilbúinn að ögra Liverpool stuðningsmönnum með því að ganga til liðs við annan keppinaut úr ensku úrvalsdeildinni eins og Chelsea og Man Utd. Í raun stendur því aðeins eitt lið eftir, Real Madrid. Hjá spænska stórveldinu hafa tíðkast undraverð vinnubrögð við að landa eftirsóttum leikmönnum. Félagið á í nánu samstarfi við spænska dagblaðið As, sem felur í sér að koma orðrómi af stað um viðkomandi leikmann. Fréttaflutningur blaðsins veldur í kjölfarið fyrirséðum usla innan herbúða þess félags sem ræður yfir leikmanninum, í þessu tilfelli Steven Gerrard. Eldri dæmi um slíka samvinnu Real Madrid og As eru Zinedine Zidane, Michael Owen og David Beckham sem Real Madrid náði á undraverðan hátt að landa á sínum tíma. Blaðið sagði frá því fyrir helgi að Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool og Steven Gerrard hefðu átt leynilegan fund þar sem leikmaðurinn á að hafa tjáð Benitez að hann vildi fara til Real Madrid. Þeim tvemenningum varð svo alvarlega sundurorða á æfingu liðsins á laugardaginn að sögn vitna og talast þeir ekki við í dag. Það mun þó væntanlega skýrast á næstu dögum hvað verður um leikmanninn. Liverpool leikur fyrsta leik sinn í forkeppni Meistaradeildarinna eftir 9 daga gegn velska liðinu TNS en fari svo að Gerrard verði með í þeim leik er ljóst að hann verður ólöglegur með öðru liði í Meeistaradeildinni það sem eftir er af þessu tímabili. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Mál Steven Gerrard, fyrirliða Evrópumeistara Liverpool tröllríður breskum fjölmiðlum þessa klukkutímana. Umboðsmaður hans hefur staðfest að ekki verði gengið aftur að samningaborðinu hjá Liverpool. Það lítur út fyrir að Gerrard sé á förum frá félaginu sem hann hefur alist upp hjá en hvert liggur leið hans? Skv. erlendum fjölmiðlum bendir flest til þess að hann sé á förum til Real Madrid jafnvel þó stórveldi eins og Chelsea og Man Utd vilji ólm fá hann í sínar raðir. Megin hindrunin í samningaviðræðum Gerrard og Liverpool er sögð vera krafa hans um launahækkun upp á 10.000 pund á viku sem myndi lyfta 7 daga launatékka hans upp í 90.000 pund. Liverpool er ekki tilbúið að fara svo hátt á meðan Chelsea og Real Madrid líta ekki á þá upphæð sem neina hindrun. Það er þó talið ólíklegt að Gerrard sé tilbúinn að ögra Liverpool stuðningsmönnum með því að ganga til liðs við annan keppinaut úr ensku úrvalsdeildinni eins og Chelsea og Man Utd. Í raun stendur því aðeins eitt lið eftir, Real Madrid. Hjá spænska stórveldinu hafa tíðkast undraverð vinnubrögð við að landa eftirsóttum leikmönnum. Félagið á í nánu samstarfi við spænska dagblaðið As, sem felur í sér að koma orðrómi af stað um viðkomandi leikmann. Fréttaflutningur blaðsins veldur í kjölfarið fyrirséðum usla innan herbúða þess félags sem ræður yfir leikmanninum, í þessu tilfelli Steven Gerrard. Eldri dæmi um slíka samvinnu Real Madrid og As eru Zinedine Zidane, Michael Owen og David Beckham sem Real Madrid náði á undraverðan hátt að landa á sínum tíma. Blaðið sagði frá því fyrir helgi að Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool og Steven Gerrard hefðu átt leynilegan fund þar sem leikmaðurinn á að hafa tjáð Benitez að hann vildi fara til Real Madrid. Þeim tvemenningum varð svo alvarlega sundurorða á æfingu liðsins á laugardaginn að sögn vitna og talast þeir ekki við í dag. Það mun þó væntanlega skýrast á næstu dögum hvað verður um leikmanninn. Liverpool leikur fyrsta leik sinn í forkeppni Meistaradeildarinna eftir 9 daga gegn velska liðinu TNS en fari svo að Gerrard verði með í þeim leik er ljóst að hann verður ólöglegur með öðru liði í Meeistaradeildinni það sem eftir er af þessu tímabili.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira