Fótbolti

Kveðst frekar vilja ís­lenskan þjálfara

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þorvaldur Örlygsson kveðst fremur vilja íslenskan þjálfara en erlendan til að taka við af Åge Hareide.
Þorvaldur Örlygsson kveðst fremur vilja íslenskan þjálfara en erlendan til að taka við af Åge Hareide.

Þorvaldur Örlygsson kveðst fremur vilja íslenskan landsliðsþjálfara fremur en erlendan sem arftaka Åge Hareide. Fyrst og fremst verði þó valinn besti maðurinn í starfi.

Þorvaldur var tekinn tali í Laugardalnum undir kvöld eftir að tilkynnt hafði verið um uppsögn Hareide. Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru á meðal manna sem hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna síðustu vikur.

Þorvaldur var spurður hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan.

„Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best,“

„En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild.

Viðtalið við Þorvald í heild má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×