Kaupa meirihluta í ilmvatnssala 6. júlí 2005 00:01 L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira