Múslimar harma árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira