Luxemburgo fær nóg 9. júlí 2005 00:01 Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira