Sport

Heimir þjálfar Valsmenn

Heimir Ríkarðsson, einn reyndasti og virtasti handboltaþjálfari landsins, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals.Heimir mun aðstoða Óskar Bjarna Óskarsson með meistaraflokk karla ásamt því að þjálfa 2. og 3. flokk karla hjá félaginu. Heimir er margreyndur þjálfari og gerði m.a. 19 ára landslið Íslands að Evrópumeisturum 2003 og þá er hann núverandi landsliðsþjálfari ´86 og ´88 landsliðs karla. Á heimasíðu Valsmanna gleðjast menn yfir komu kappans. "Það er mikill fengur í Heimi enda þarf vart að kynna hann fyrir neinum handknattleiksmanni hér á landi og þó víðar væri leitað. Það eru miklar vonir bundnar við Heimi og ljóst að sjaldan eða aldrei hefur handknattleiksdeild Vals haft á sínum snærum jafn reynda og hæfileikaríka þjálfara og fyrir komandi tímabil," segir í frétt um komu Heimis til Valsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×