Viktor Bjarki sá um HK 20. júlí 2005 00:01 Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira