Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2025 10:31 Markus Mahr var illa útleikinn eftir brotið og þurfti að fara beint í aðgerð. Skjáskot/Facebook Króatinn Ivan Horvat, leikmaður Alpla Hard í Austurríki, hefur verið dæmdur í fordæmalaust bann vegna grófs brots sem átti sér stað í leik við Bregenz á dögunum. Bannið er til 26 mánaða. Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki. Handbolti Austurríki Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki.
Handbolti Austurríki Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira