Handbolti

Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Ómar Gíslason er orðinn leikmaður Hauka.
Jón Ómar Gíslason er orðinn leikmaður Hauka. Haukar

Einn markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta í vetur, Jón Ómar Gíslason, er genginn í raðir Hauka frá Gróttu.

Jón Ómar skoraði 159 mörk í 22 leikjum fyrir Gróttu í Olís-deildinni í vetur og varð fimmti markahæstur.

Jón Ómar, sem verður 25 ára í þessum mánuði, er uppalinn hjá Herði á Ísafirði og var í liði félagsins sem mætti í Olís-deildina haustið 2022. Hann skipti svo yfir í Gróttu og hefur spilað þar síðustu tvö tímabil.

Hjá Gróttu hefur Jón Ómar breyst úr skyttu yfir í afar öflugan línumann auk þess sem hann þykir harður í horn að taka í miðri vörninni.

Hann kemur til Hauka sem féllu út gegn Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Grótta endaði í næstneðsta sæti og féll á endanum niður í Grill 66-deildina, eftir að hafa fyrst unnið gamla liðið hans Jóns Ómars, Hörð, í umspili en svo tapað gegn Selfyssingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×