Heimir Ríkarðs til Vals 20. júlí 2005 00:01 Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir. Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira