Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs 22. júlí 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun. Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira