Útlendinga í sjávarútveginn? Björgvin Guðmundsson skrifar 29. júlí 2005 00:01 Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar