Fullyrðingar séu óviðeigandi 6. ágúst 2005 00:01 Það er undarlegt að ríkisskattstjóri skuli láta uppi persónulega skoðun sína á skattkerfinu, segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir fullyrðingarnar óviðeigandi. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri hefur áhyggjur af því að Íslendingar stofni í síauknum mæli fjárfestingafélög í svokölluðum skattaparadísum til að koma undan peningum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að þótt ekki sé ólögmætt að stofna eignarhaldsfélög erlendis stangist það á við lög að gefa ekki upp eignir sínar eða tekjur og segir hann ríka þörf á að herða reglur um upplýsingaskyldu vegna tilfærslu fjármuna til útlanda. Hann segir fjölmargar ábendingar hafa borist skattyfirvöldum um hugsanleg skattsvik af þessum toga og séu mörg slík mál til rannsóknar. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að upplýsingskylda fyrirtækja hér á landi sé í takt við það sem gangi og gerist í nágrannalöndunum. Guðjón segir mikilvægt að umhverfið hér sé samkeppnishæft við það sem gerist annars staðar. Allir geti verið sammála um að skattsvik séu af hinu slæma en ekki sé rétt að breyta reglum þannig að menn loki hér fyrir flæði fjármagns. Hann segir enn fremur að lykilatriðið sé að það séu engar hindranir fyrir því að þeir Íslendingar sem efnist erlendis geti fært fjármagnið til landsins án þess að greiða meiri skatta en þeir eigi kost á víða um Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Það er undarlegt að ríkisskattstjóri skuli láta uppi persónulega skoðun sína á skattkerfinu, segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir fullyrðingarnar óviðeigandi. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri hefur áhyggjur af því að Íslendingar stofni í síauknum mæli fjárfestingafélög í svokölluðum skattaparadísum til að koma undan peningum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að þótt ekki sé ólögmætt að stofna eignarhaldsfélög erlendis stangist það á við lög að gefa ekki upp eignir sínar eða tekjur og segir hann ríka þörf á að herða reglur um upplýsingaskyldu vegna tilfærslu fjármuna til útlanda. Hann segir fjölmargar ábendingar hafa borist skattyfirvöldum um hugsanleg skattsvik af þessum toga og séu mörg slík mál til rannsóknar. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að upplýsingskylda fyrirtækja hér á landi sé í takt við það sem gangi og gerist í nágrannalöndunum. Guðjón segir mikilvægt að umhverfið hér sé samkeppnishæft við það sem gerist annars staðar. Allir geti verið sammála um að skattsvik séu af hinu slæma en ekki sé rétt að breyta reglum þannig að menn loki hér fyrir flæði fjármagns. Hann segir enn fremur að lykilatriðið sé að það séu engar hindranir fyrir því að þeir Íslendingar sem efnist erlendis geti fært fjármagnið til landsins án þess að greiða meiri skatta en þeir eigi kost á víða um Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira