Börnum mismunað í tónlistarnámi 8. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurborg og tónskólarnir - Kjartan Eggertsson skólastjóri Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tónlistarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið, Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í a.m.k. ár. Þegar árið er liðið og Jón vill halda áfram að læra þarf Gunna enn að bíða því Jón og þeir nemendur sem fyrir voru í námi hafa forgang. Þessi siður hefur lengi viðgengist og er nánast eins og regla hjá eldri tónlistarskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir niður námskostnaðinn vegna Jóns, en Gunna fær engan styrk frá Reykjavíkurborg, sem hún gæti t.d. notað til að komast í nám annars staðar. Þó svo að Jón hafi komist í tónlistarnám er ekki víst að hann njóti sambærilegrar niðurgreiðslu af hálfu Reykjavíkurborgar og aðrir nemendur. Reykjavíkurborg greiðir nefnilega mismikið niður tónlistarnám barna í borginni eftir því í hvaða tónlistarskóla þau stunda námið, eftir því í hvaða hverfi þau búa og eftir því á hvaða hljóðfæri þau læra. Þannig fer t.d. aðeins 11% þeirra kennslustunda, sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir, til tónlistarkennslu uppi í Grafarvogshverfin þó svo að þar búi 22% allra barna og ungmenna borgarinnar. Nemendur í nýrri skólum fá lægri niðurgreiðslur en nemendur eldri skóla, en þannig fá framhaldsnemendur yngri skólanna niðurgreiðslu sem væru þeir byrjendur. Og Reykjavíkurborg greiðir niður allt nám þeirra barna sem læra á blásturshljóðfæri í lúðrasveitum, en stór hluti hinna fjölmörgu gítarnemenda, sem stundar nám um þessar mundir, fær lítinn sem engan stuðning frá borginni. Borgin greiðir niður nám 2.509 nemenda, en um 20% þeirra, 500 manns, eru fullorðið fólk. 3.831 sótti um nám í tónlistarskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 2005-2006, þannig að 1.322 nemendur bíða, flestir börn. 218 sóttu um nám í Tónskóla Hörpunnar en borgin ætlar einungis að veita 1/3 hluta þeirra niðurgreiðslu á námið, eða 68. Tónskóli Hörpunnar hefur krafið borgina um breytingar á þessu úrelta kerfi, en lítið orðið ágengt. Árið 2001 fékk skólinn þann úrskurð hjá Samkeppnisstofnun að borginni væri ekki heimilt að mismuna tónlistarskólunum og mæltist stofnunin til að Reykjavíkurborg setti sér reglur um fjárveitingar til þessara mála sem væru gagnsæjar og fyrirséðar. Það var ekki fyrr en árið 2003 að borgin setti reglur sem höfðu það markmið að uppfylla tilmæli Samkeppnisstofnunar. Því miður hefur borgin ekki farið eftir þessum reglum og því kærði Tónskóli Hörpunnar til félagsmálaráðuneytisins og krafðist þess að Reykjavíkurborg færi að eigin reglum og leiðrétti fyrri úthlutanir. Úrskurður ráðuneytisins sem kom í júlímánuði sl. olli vonbrigðum, því þrátt fyrir að ráðuneytið setji út á starfsaðferðir borgarinnar þá vill það meina að borgin þurfi ekki að fara eftir eigin reglum, því: að mati ráðuneytisins verður ekki talið að reglurnar hafi sömu stöðu og bindandi reglur eða reglugerðir sem settar eru af stjórnvöldum, eftir atvikum staðfestar af æðra stjórnvaldi og síðan birtar með lögformlegum hætti, eins og segir í úrskurðinum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins vekur upp fleiri spurningar en kærunni var ætlað að svara. Reglurnar sem borgin setti voru samþykktar með formlegum hætti eins og aðrar þær reglur sem sveitarfélög setja sér. Ef sveitarstjórnum er ekki skylt að fara eftir reglum sem þær setja sjálfum sér þá má spyrja hvort hinum almenna borgara sé skylt að hlýta þeim sömu reglum? Eftir úrskurð ráðuneytisins er óljóst hvort einhverjar reglur eru í gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun fjármagns til tónlistarskóla. Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og þess vegna leitar hún til eftirlitsstofnana samfélagsins til að úrskurða um rétt sinn gagnvart Reykjavíkurborg. Ef skólinn hefði úr meiri fjármunum að spila væri eflaust búið að leita til dómstóla til að skera úr um meint brot borgarinnar á lögum og reglum. Kæra skólans til félagsmálaráðuneytisins var áfangi á þeirri leið að fara með málið til umboðsmanns Alþingis. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann vill taka á málinu. Í þessu máli Tónskóla Hörpunnar fara saman hagsmunir skólans og hagsmunir umbjóðenda hans þ.e.a.s. barnanna í skólanum svo og annarra barna í Reykjavík. Skólinn hefur hingað til reynt að aðskilja lög og reglur frá menningarpólitík borgarinnar í kvörtunum sínum til eftirlitsstofnananna. Það breytir þó ekki því að það að mismuna börnunum eftir því hvar þau búa eða í hvaða tónlistarskóla þau leita, er ekki aðeins hápólitískt mál sem varðar stefnu og markmið þeirra pólitísku flokka sem ráða för í Reykjavík, heldur varðar það einnig jafnréttislög og mannréttindi. Hagsmunir skólans eru hagsmunir nemandanna og öfugt. Þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld og ráðuneyti hafi bent á annmarka á stjórnsýslu borgarinnar þráast borgin við að gera nokkuð í málinu. Eðlilegast hefði verið að strax árið 2001, þegar tilmæli komu til Reykjavíkurborgar frá Samkeppnisstofnun um breytingar, að borgin hefði sjálf eytt óvissu um lagalegan rétt sinn annars vegar og tónlistarskólanna hins vegar, en ekki látið lítinn skóla úti í bæ um að reyna fá botn í málið. Og málinu er ekki lokið. Vonandi verður niðurstaðan sú að allir skólar eigi sama rétt og að öll börn fái sama rétt til að njóta niðurgreiðslna frá borginni í tónlistarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg og tónskólarnir - Kjartan Eggertsson skólastjóri Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tónlistarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið, Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í a.m.k. ár. Þegar árið er liðið og Jón vill halda áfram að læra þarf Gunna enn að bíða því Jón og þeir nemendur sem fyrir voru í námi hafa forgang. Þessi siður hefur lengi viðgengist og er nánast eins og regla hjá eldri tónlistarskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir niður námskostnaðinn vegna Jóns, en Gunna fær engan styrk frá Reykjavíkurborg, sem hún gæti t.d. notað til að komast í nám annars staðar. Þó svo að Jón hafi komist í tónlistarnám er ekki víst að hann njóti sambærilegrar niðurgreiðslu af hálfu Reykjavíkurborgar og aðrir nemendur. Reykjavíkurborg greiðir nefnilega mismikið niður tónlistarnám barna í borginni eftir því í hvaða tónlistarskóla þau stunda námið, eftir því í hvaða hverfi þau búa og eftir því á hvaða hljóðfæri þau læra. Þannig fer t.d. aðeins 11% þeirra kennslustunda, sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir, til tónlistarkennslu uppi í Grafarvogshverfin þó svo að þar búi 22% allra barna og ungmenna borgarinnar. Nemendur í nýrri skólum fá lægri niðurgreiðslur en nemendur eldri skóla, en þannig fá framhaldsnemendur yngri skólanna niðurgreiðslu sem væru þeir byrjendur. Og Reykjavíkurborg greiðir niður allt nám þeirra barna sem læra á blásturshljóðfæri í lúðrasveitum, en stór hluti hinna fjölmörgu gítarnemenda, sem stundar nám um þessar mundir, fær lítinn sem engan stuðning frá borginni. Borgin greiðir niður nám 2.509 nemenda, en um 20% þeirra, 500 manns, eru fullorðið fólk. 3.831 sótti um nám í tónlistarskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 2005-2006, þannig að 1.322 nemendur bíða, flestir börn. 218 sóttu um nám í Tónskóla Hörpunnar en borgin ætlar einungis að veita 1/3 hluta þeirra niðurgreiðslu á námið, eða 68. Tónskóli Hörpunnar hefur krafið borgina um breytingar á þessu úrelta kerfi, en lítið orðið ágengt. Árið 2001 fékk skólinn þann úrskurð hjá Samkeppnisstofnun að borginni væri ekki heimilt að mismuna tónlistarskólunum og mæltist stofnunin til að Reykjavíkurborg setti sér reglur um fjárveitingar til þessara mála sem væru gagnsæjar og fyrirséðar. Það var ekki fyrr en árið 2003 að borgin setti reglur sem höfðu það markmið að uppfylla tilmæli Samkeppnisstofnunar. Því miður hefur borgin ekki farið eftir þessum reglum og því kærði Tónskóli Hörpunnar til félagsmálaráðuneytisins og krafðist þess að Reykjavíkurborg færi að eigin reglum og leiðrétti fyrri úthlutanir. Úrskurður ráðuneytisins sem kom í júlímánuði sl. olli vonbrigðum, því þrátt fyrir að ráðuneytið setji út á starfsaðferðir borgarinnar þá vill það meina að borgin þurfi ekki að fara eftir eigin reglum, því: að mati ráðuneytisins verður ekki talið að reglurnar hafi sömu stöðu og bindandi reglur eða reglugerðir sem settar eru af stjórnvöldum, eftir atvikum staðfestar af æðra stjórnvaldi og síðan birtar með lögformlegum hætti, eins og segir í úrskurðinum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins vekur upp fleiri spurningar en kærunni var ætlað að svara. Reglurnar sem borgin setti voru samþykktar með formlegum hætti eins og aðrar þær reglur sem sveitarfélög setja sér. Ef sveitarstjórnum er ekki skylt að fara eftir reglum sem þær setja sjálfum sér þá má spyrja hvort hinum almenna borgara sé skylt að hlýta þeim sömu reglum? Eftir úrskurð ráðuneytisins er óljóst hvort einhverjar reglur eru í gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun fjármagns til tónlistarskóla. Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og þess vegna leitar hún til eftirlitsstofnana samfélagsins til að úrskurða um rétt sinn gagnvart Reykjavíkurborg. Ef skólinn hefði úr meiri fjármunum að spila væri eflaust búið að leita til dómstóla til að skera úr um meint brot borgarinnar á lögum og reglum. Kæra skólans til félagsmálaráðuneytisins var áfangi á þeirri leið að fara með málið til umboðsmanns Alþingis. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann vill taka á málinu. Í þessu máli Tónskóla Hörpunnar fara saman hagsmunir skólans og hagsmunir umbjóðenda hans þ.e.a.s. barnanna í skólanum svo og annarra barna í Reykjavík. Skólinn hefur hingað til reynt að aðskilja lög og reglur frá menningarpólitík borgarinnar í kvörtunum sínum til eftirlitsstofnananna. Það breytir þó ekki því að það að mismuna börnunum eftir því hvar þau búa eða í hvaða tónlistarskóla þau leita, er ekki aðeins hápólitískt mál sem varðar stefnu og markmið þeirra pólitísku flokka sem ráða för í Reykjavík, heldur varðar það einnig jafnréttislög og mannréttindi. Hagsmunir skólans eru hagsmunir nemandanna og öfugt. Þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld og ráðuneyti hafi bent á annmarka á stjórnsýslu borgarinnar þráast borgin við að gera nokkuð í málinu. Eðlilegast hefði verið að strax árið 2001, þegar tilmæli komu til Reykjavíkurborgar frá Samkeppnisstofnun um breytingar, að borgin hefði sjálf eytt óvissu um lagalegan rétt sinn annars vegar og tónlistarskólanna hins vegar, en ekki látið lítinn skóla úti í bæ um að reyna fá botn í málið. Og málinu er ekki lokið. Vonandi verður niðurstaðan sú að allir skólar eigi sama rétt og að öll börn fái sama rétt til að njóta niðurgreiðslna frá borginni í tónlistarnámi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun