Viðskipti innlent

Sjöundi himinn

Blaðið þóttist hafa sjöunda himin höndum tekið þegar þeir ráku augun í það í birtingu Baugsákærunnar í Fréttablaðinu að engin ákæra var undir VII lið ákærunnar. Dró Blaðið þegar þá ályktun að þarna hefðu þeir nú aldeilis gripið menn í bólinu og þyrfti ekki fleiri vitna við í því hvernig sakborningar ritstýrðu birtingu ákærunnar. Staðreyndin var hins vegar sú að þennan lið vantaði í ákæruskjalið sem birt var sakborningum. Blaðsmenn verða því að leita skýringanna hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í stað þess að halda áfram að sækja sér vatn yfir lækinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×