Viðskipti erlent

Myndgæðin sigra markaðinnn

Nýir farsímar sem eru með 1,3 megapixla myndavél eiga eftir að sigra heiminn á næsta ári að mati rannsóknarfyrirtækisins ABI. Fórnarlömb þessarar sigurgöngu eru að mati ABI núverandi myndavélasímar og einfaldari gerðir af stafrænum myndavélum. "Við teljum að innan tveggja ára verði myndgæði í farsímum orðin það mikil að ekki sé ástæða til að vera með einfalda stafræna myndavél. Þetta mun hafa mikil áhrif á sölu einfaldari myndavéla," segir í skýrslunni. Í skýrslunni segir einnig að þeir sem muni sigra á markaðnum séu þeir sem þegar hafa náð að hanna síma með miklum gæðum. Sterkastir í þeirri baráttu eru Sony Ericsson, Nokia og Samsung að mati skýrsluhöfrunda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×